Hafa fundið hvað veldur fjárhagsáhyggjum

Teikning af heila
Teikning af heila Af vef Wikipedia

Vísindamenn hafa uppgötvað að tiltekið efni í heilanum hefur þýðingarmikil áhrif á hvort fólk geti einfaldlega lagt sársauka vegna fjárhagslegra áfalla til hliðar eða ekki. Þeir segja að niðurstöður rannsóknarinnar geti mögulega leitt til þess að hægt verði að þróa lyf fyrir áhættufíkla og varpi jafnframt ljósi á hvað gæti hafa átt sér stað í heila kaupsýslumanna á Wall Street og í City í London þegar fjármálakreppan reið yfir árið 2008.

Fjallað er um rannsóknina á vef The Daily Telegraph.

„Sjúkleg spilafíkn, sem er algeng sjón í spilavítum, er nógu slæm, en ég held að hún birtist einnig um þessar mundir í miklum mæli í Wall Street-spilavítinu og City-spilavítinu í London,“ sagði Julio Licinio, ritstjóri Molecular Psychiatry Journal, sem fjallaði um niðurstöður rannsóknarinnar í dag.

„Við viljum öll trúa því að við höfum frjálsan vilja og getum tekið þær ákvarðanir sem við viljum en þessi rannsókn sýnir að það er ekki svo auðvelt.“

Í rannsókninni, sem leidd var af rannsakendum Kyoto-háskóla í Japan, var framkvæmd heilaskimun á nítján heilbrigðum karlmönnum sem höfðu nýlokið við próf sem fól í sér fjárhættuspil.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir