Dýrahirðirinn Alex Larenty á í einstöku sambandi við ljónið Jamu í SA ljónagarði í Jóhannesarborg í Suður-Afríku. Jamu lætur sér vel líka að fá greiðslu og þófanudd. Svo þarf líka að klippa klærnar og Jamu er hinn rólegasti allan tímann.