„Allar fallegar stúlkur eru hægrisinnaðar“

Ann Coulter
Ann Coulter

Bandaríski rithöfundurinn og pistlahöfundurinn Ann Coulter fékk suma til að lyfta brúnum þegar hún sagði á ráðstefnu fyrir helgi að allar fallegar konur væru hægrisinnaðar.

Coulter er bandarískur lögfræðingur, rithöfundur og pistlahöfundur. Hún hefur verið óhrædd við að setja fram ögrandi skoðanir. Hún hefur gefið út átta bækur. Árið 2007 gaf hún bók sem ber nafnið „If Democrats Had Any Brains, They'd Be Republicans“.

Á föstudaginn tók Coulter þátt í umræðum á ráðstefnu Conservative Political Action Conference. Á fundinum kom fram hjá einum fundarmanni að það færi illa saman að vera kona og íhaldsmaður. Coulter sagði að þetta væri alls ekki rétt.

„Ég held að allar alvöru konur séu hægrisinnaðar,“ sagði Coulter. „Og ég get sagt ykkur, og lífvörður minni getur staðfest það, að allar fallegar stúlkur eru hægrisinnaðar.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir