Karlar dotta á klósettinu

Verðbréfamiðlari sofandi í vinnunni.
Verðbréfamiðlari sofandi í vinnunni. Reuters

45% Bandaríkjamanna sofna að minnsta kosti einu sinni í viku annars staðar en í rúminu sínu samkvæmt nýrri könnun sem dýnuframleiðendur þar í landi hafa gert.

Karlar eru líklegri en konur til að dotta annars staðar en í eigin rúmi. Einn af hverjum tíu dottar í vinnu sinni. 7% sofna við messu, 6% í lestum eða rútum og 4% á klósettinu.

„Við erum undrandi á sumum svörum sem við fengum við könnuninni,“ segir talsmaður Better Sleep sem eru samtök dýnuframleiðenda en um 1000 fullorðnir Bandaríkjamenn svöruðu henni. „Einn maður sofnaði upp á húsþaki og annar sofnaði er hann var að taka atvinnuviðtal. Þá var einn kennari sem sofnaði við kennaraborðið fyrir framan nemendur sína.“

Í sömu könnun kom í ljós að sex af hverjum tíu Bandaríkjamönnum dauðlangar að sofna frekar en að stunda kynlíf en nokkrir þátttakendur viðurkenndu að sofna stundum á meðan kynmökum stendur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir