Páfagaukur sagði lögreglunni heimilisfang sitt

Páfagaukurinn er gári, líkt og þessi íslenski fugl.
Páfagaukurinn er gári, líkt og þessi íslenski fugl. mbl.is/Valdís Þórðardóttir

Talandi páfagaukur sem hafði flogið út um gluggann á heimili sínu komst heim á ný enda gat hann sagt lögreglunni heimilisfangið. Fuglinn flaug út um glugga á heimili sínu í Tókýó og inn á hótel í grenndinni og settist þar á öxl eins gestsins.

Páfagaukurinn er smávaxinn, blár gári. Eigandinn er 64 ára gömul kona. Hún hefur áður týnd páfagauki og var þess vegna ákveðin í að láta það ekki henda aftur. Kenndi hún því gauknum að segja heimilisfang sitt.

Gaukurinn var þó ekki málglaður í fyrstu eftir að lögreglan fékk hann í sína vörslu. Hann þagði í þrjá daga áður en hann fór að segja heimilisfangið.

Lögreglan komst einnig að nafni gauksins sem endurtók í sífellu: „Þú ert fallegur, Piko-chan.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir