Páfagaukur sagði lögreglunni heimilisfang sitt

Páfagaukurinn er gári, líkt og þessi íslenski fugl.
Páfagaukurinn er gári, líkt og þessi íslenski fugl. mbl.is/Valdís Þórðardóttir

Talandi páfagaukur sem hafði flogið út um gluggann á heimili sínu komst heim á ný enda gat hann sagt lögreglunni heimilisfangið. Fuglinn flaug út um glugga á heimili sínu í Tókýó og inn á hótel í grenndinni og settist þar á öxl eins gestsins.

Páfagaukurinn er smávaxinn, blár gári. Eigandinn er 64 ára gömul kona. Hún hefur áður týnd páfagauki og var þess vegna ákveðin í að láta það ekki henda aftur. Kenndi hún því gauknum að segja heimilisfang sitt.

Gaukurinn var þó ekki málglaður í fyrstu eftir að lögreglan fékk hann í sína vörslu. Hann þagði í þrjá daga áður en hann fór að segja heimilisfangið.

Lögreglan komst einnig að nafni gauksins sem endurtók í sífellu: „Þú ert fallegur, Piko-chan.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir