Hjónaband eða dauði

Reuters

Vatíkanið hefur fordæmt bók Margret Farley, kaþólskrar nunnu frá Bandaríkjunum. Vatíkanið varar trúaða við öllu því sem réttlætir sjálfsfróun, samkynhneigð og hjónaskilnað.

Þetta eru atriði sem Farley fjallar um í bók sinni „Just Love - A Framework for Christian Sexual Ethics“ sem kom út 2006. Í bókinni setur Farley fram skoðanir, „sem eru í mótsögn við siðalögmál kaþólskra í kynlífi,“ segir í yfirlýsingu frá Vatíkaninu.

„Sjálfsfróun vekur vanalega ekki upp neinar siðferðislegar spurningar. Það er á hreinu að margar konur finna mikla ánægju í að þjónusta sig sjálfar sem frekar styrkir sambönd en hindrar þau,“ segir Farley í bók sinni. Í bókinni kemur einnig fram að sambönd samkynhneigðra ætti að viðurkenna alveg eins og sambönd gagnkynhneigðra. Auk þess segir Farley að sum hjónabönd gangi ekki upp og styðji hún því hjónaskilnaði í þeim tilvikum.

Stjórnardeild trúarkenningarinnar innan Vatíkansins (CDF) hefur rannsakað bókina og svarað með mikilli gagnrýni þeim álitamálum sem Farley fjallar um í bók sinni. „Sjálfsfróun er í eðli sínu alvarlega brengluð athöfn. Samkynhneigð er óhæfa. Hjónaband skal ekki leysa upp af neinu mannlegu af annarri ástæðu en dauða.“  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar