Vatíkanið hefur fordæmt bók Margret Farley, kaþólskrar nunnu frá Bandaríkjunum. Vatíkanið varar trúaða við öllu því sem réttlætir sjálfsfróun, samkynhneigð og hjónaskilnað.
Þetta eru atriði sem Farley fjallar um í bók sinni „Just Love - A Framework for Christian Sexual Ethics“ sem kom út 2006. Í bókinni setur Farley fram skoðanir, „sem eru í mótsögn við siðalögmál kaþólskra í kynlífi,“ segir í yfirlýsingu frá Vatíkaninu.
„Sjálfsfróun vekur vanalega ekki upp neinar siðferðislegar spurningar. Það er á hreinu að margar konur finna mikla ánægju í að þjónusta sig sjálfar sem frekar styrkir sambönd en hindrar þau,“ segir Farley í bók sinni. Í bókinni kemur einnig fram að sambönd samkynhneigðra ætti að viðurkenna alveg eins og sambönd gagnkynhneigðra. Auk þess segir Farley að sum hjónabönd gangi ekki upp og styðji hún því hjónaskilnaði í þeim tilvikum.
Stjórnardeild trúarkenningarinnar innan Vatíkansins (CDF) hefur rannsakað bókina og svarað með mikilli gagnrýni þeim álitamálum sem Farley fjallar um í bók sinni. „Sjálfsfróun er í eðli sínu alvarlega brengluð athöfn. Samkynhneigð er óhæfa. Hjónaband skal ekki leysa upp af neinu mannlegu af annarri ástæðu en dauða.“