Sýndi 10 mánaða gamla veðurfrétt

Trausti Jónsson veðurfræðingur segir að Ríkissjónvarpið hafi boðið upp á óvænta endursýningu að afloknum fréttatíma kl. 22 í gærkvöldi. „Þá fengum við að sjá - í heilu lagi - veðurfréttir frá 23. ágúst 2011. Hversu margir tóku eftir þessu,“ spyr Trausti á bloggsíðu sinni.

„Er hugsanlegt að fréttatíminn hafi verið jafngamall líka? Voru þetta allt gamlar fréttir? Væri hægt að sýna gamlan fréttatíma (eða fótboltaleik) án þess að nokkur tæki eftir því? Reika gráðugar gamlar veðurfréttir um í kerfinu tilbúnar að stökkva fram og gleypa þær nýju með húð og hári,“ skrifar Trausti.

Veðurfræðingurinn Einar Magnús Einarsson segir í samtali við mbl.is að það sé rétt að  mistök hafi orðið í útsendingunni í gær. „Væntanlega hafa þeir tekið vitlausa spólu og sett í tækið,“ segir Einar í samtali við mbl.is, en hann segir að fréttin hafi verið frá því í ágúst í fyrra. Röng upptaka var einnig sett á vefinn en hún var síðan leiðrétt. Aðspurður segir hann að veðurfréttatíminn sé tekinn upp fyrirfram og sé því ekki í beinni útsendingu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar