„Hórkarlinn kóngur vor“

Scanpix

Karin Mattson, sem býr í Piteå í Svíþjóð, hélt að sér missýndist þegar hún las áletrunina á einnar krónu peningnum sínum en þegar hún skoðaði hana betur sá hún að sér skjátlaðist ekki. Í staðinn fyrir „Carl XVI Gustav Sveriges konung“ stóð „Vår horkarl till kung“ sem má þýða sem „hórkarlinn kóngur vor“.

„Það var einskær tilviljun að ég fann peninginn. Ég hellti allri myntinni úr veskinu mínu til að telja hana og sá þennan pening sem var óvenju gljáandi,“ segir Mattson en hún hefur ákveðið að eiga myntina þar sem gaman geti verið að sýna gestum hana.

Lögreglan hefur óskað eftir að fá að sjá krónupeninginn svo hægt sé að skrifa skýrslu um málið en Matsson segist hafa lítinn áhuga á að afhenda henni hann. „Ef þeir vilja sjá myntina geta þeir komið hingað til mín og skoðað hana.“

Önnur fölsuð mynt með sömu áletrun hefur fundist í Stokkhólmi. Sú kona hélt einnig að sér hefði missýnst en hún segir myntina nákvæmlega eins og ekta einnar krónu peningur, að áletruninni undanskilinni. Það geti hinsvegar verið að hann sé aðeins léttari.

Sænski seðlabankinn segir að fyrir utan áletrunina líti myntin út eins og alvöru einnar krónu peningur. Sérfræðingur segir að myntfalsanir sem þessar séu afar sjaldgæfar enda hljóti fölsunin að vera erfið í framkvæmd.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir