Borgaði brúðkaup með stolnu fé

Kirsty Lane á brúðkaupsdaginn.
Kirsty Lane á brúðkaupsdaginn. Ljósmynd/Af vef sky.com

Bresk kona sem stal 33 milljónum króna af vinnuveitanda sínum til að fjármagna veglegt brúðkaup sitt hefur verið dæmd í 20 mánaða fangelsi.

Kirsty Lane dró sér fé af reikningi fyrirtækisins þar sem hún starfaði í hlutastarfi í bókhaldsdeild. Grunsemdir vöknuðu hjá yfirmanni hennar Peter Sutton þegar honum var boðið í brúðkaupið. „Þá fóru viðvörunarbjöllurnar að hringja. Fram að því höfðum við ekki hugmynd um fjárdráttinn. Hún var alltaf að tala um hvað hún væri fátæk,“ segir Sutton.

Lane giftist manni sínum í janúar í fyrra og hélt veisluna í sal á hóteli. Auk flugeldasýningar og andlitsmálunar þá stigu á stokk tvær hljómsveitir, hörpuleikari, saxófónleikari og plötusnúður auk þess sem töframaður lék listir sínar. „Þegar við mættum fengum við blóm og kampavín, skemmtikraftar spiluðu og umgjörðin öll var stórfengleg. Þetta var yfirþyrmandi,“ segir Sutton.

Þegar hann mætti til vinnu á mánudagsmorgninum hóf hann að kanna málið og komst að því að Lane hefði dregið sér fé. Hún keypti m.a. kjóla, skó og iPod fyrir brúðarmeyjarnar á kostnað fyrirtækisins og skreytta tösku utan um iPad að andvirði 300 þúsund kr.

Sutton segir að taumlaus græðgi Lane hafi nærri rekið fyrirtækið í þrot.

Hún var handtekin á heimili sínu og komst aldrei í brúðkaupsferðina sína.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir