Big Ben mun heita Elísabetarturninn

Big Ben er eitt helsta kennileiti Lundúna.
Big Ben er eitt helsta kennileiti Lundúna. Reuters

Klukkuturn breska þinghússins mun fá nýtt nafn, en greint var frá þessu í dag. Við breytinguna mun turninn, sem er þekktur sem Stóri Ben, heita Elísabetarturn og er nafnbreytingin gerð til heiðurs Elísabetu Bretlandsdrottningu, sem nýverið fagnaði því að 60 ár eru liðin frá því að hún komst til valda.

Fjölmargir þingmenn hafa ritað nafn sitt á skjal þar sem farið er fram á nafnbreytinguna. Formlegt heiti turnsins er Klukkuturninn (e. Clock Tower).

Flestir þekkja hann hins vegar sem Big Ben. Tæknilega séð er það nafn bjöllunnar í klukkuturninum, sem er 96 metrar á hæð og eitt þekktasta kennileiti Lundúna.

„Nefnd neðri málstofu breska þingsins fagnar þeirri tillögu að breyta nafni Klukkuturnsins í Elísarbetarturninn í viðurkenningarskyni í tengslum við demantsafmæli drottningarinnar. Í kjölfar þessarar ákvörðunar verður gripið til viðeigandi ráðstafana fljótlega,“ segir talsmaður neðri deildar þingsins.

Þingmennirnir eru hins vegar á einu máli um það að menn muni halda áfram að tala um turninn sem Big Ben í daglegu máli.

Viktoría Bretadrottning, sem einnig fagnaði 60 árum á valdastóli árið 1897, var einnig heiðruð með þessum hætti, en turn í vesturhluta þinghússins ber hennar nafn.

Talsmaður Davids Camerons, forsætisráðherra Bretlands, segir að nafnbreytingin sé viðeigandi leið til að fagna þessum tímamótum.

Klukkuturninn hefur hallað um 0,26 gráður til norðvesturs og í janúar sl. ræddu breskir þingmenn til hvaða ráða ætti að taka á málinu. Frá árinu 2003 hefur hallinn aukist lítillega en sérfræðingar halda því hins vegar fram að þetta eigi ekki að valda neinum vandræðum næstu 10.000 ár.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar