Notaði teygjubyssu sem vopn

Mynd er úr safni/Hraðamyndavél
Mynd er úr safni/Hraðamyndavél mbl.is

Fimmtugur karlmaður í Marylandríki í Bandaríkjunum var handtekinn af lögreglu grunaður um að hafa skotið hörðum marmarakúlum að hraðamyndavél. Maðurinn, sem heitir Bruce Lawrence May, hefur verið látinn laus gegn tryggingu á meðan beðið er dóms í málinu.

May var m.a. ákærður fyrir eignaspjöll og fyrir að hafa notað teygjubyssu sem vopn en hann er sagður hafa vísvitandi skotið nokkrum marmarakúlum af miklu afli á bifreið lögreglu sem innihélt hraðamyndavél.

Vitni segist hafa séð May skjóta nokkrum sinnum úr teygjubyssu á meðan hann ók bifreið sinni framhjá myndavélabíl lögreglunnar.

May er nú laus gegn 3.000 bandaríkjadala tryggingu en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var hann nýlega myndaður í tvígang af hraðamyndavél og mun það vera ástæða verknaðarins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson