Ellefu milljón króna áfylling

Dýr var dropinn hjá Ray Crockett.
Dýr var dropinn hjá Ray Crockett. AFP

Banda­rísk­ur karl­maður vissi ekki hvaðan á hann stóð veðrið á dög­un­um þegar greiðslu­korti hans var hafnað við kaup á sam­loku Í Nashville. Hann hafði ný­lega fengið út­borgað og ekki gert annað en að fylla bif­reið sína með eldsneyti.

Þegar maður­inn, Ray Crockett, hringdi í viðskipta­banka sinn, Citi­bank, til að at­huga stöðuna á reikn­ingn­um var hon­um sagt að það vantaði tæp­ar ell­efu millj­ón­ir til að hann stæði á sléttu.

For­viða spurði maður­inn út í ný­leg­ar færsl­ur og kom þá í ljós að fyr­ir 30 dala áfyll­ingu á Nis­s­an Max­ima-bif­reið var hann rukkaður um 84.522 dali, jafn­v­irði ell­efu millj­ón ís­lenskra króna.

Vissi ekki hvernig hann gæti keypt sér mat

Crockett áleit að þetta væri villa sem auðvelt væri að laga, enda frá­leitt að hann gæti dælt eldsneyti fyr­ir ell­efu millj­ón­ir á jafn litla bif­reið. En allt kom fyr­ir ekki. Mapco, þar sem hann tók eldsneytið, sagðist ekk­ert geta gert og enga hjálp fékk hann frá Citi­bank.

Þegar þar var komið sögu var Crockett orðinn veru­lega áhyggju­full­ur enda hafði enga fjár­muni und­ir hönd­um og vissi vart hvernig hann ætti að geta keypt sér mat­ar­bita. Mapco lét hann þá fá gjafa­kort upp á 100 dali, jafn­v­irði um 12 þúsund króna, til að lifa af á meðan málið var skoðað frek­ar.

Ekk­ert gerðist hins veg­ar í máli manns­ins og að lok­um hætti Mapco að svara sím­töl­um Crocketts. Það var svo ekki fyrr en um viku eft­ir að hann fyllti á bif­reið sína sem Citi­bank leysti úr mál­inu með því að bak­færa upp­hæðina.

Fleiri dæmi um sam­bæri­leg mis­tök

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þetta kem­ur fyr­ir hjá viðskipta­vin­um Mapco því dæmi er um konu sem var rukkuð um jafn­v­irði 7,5 millj­ón króna fyr­ir eðli­leg eldsneytis­kaup sín.

Mapco sendi frá sér til­kynn­ingu vegna máls Crocketts þar sem seg­ir að mis­tök sem þessi séu sjald­gæf en geti komið fyr­ir. Nokkr­ar ástæður geti verið fyr­ir þeim, bæði tækni­leg­ar og mann­leg­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert úthaldsgóður og það kemur sér vel núna þegar þú ert beðinn um að taka að þér hin ýmsu verkefni. Kannaðu hvort gömul tækifæri standi enn opin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Sofie Sar­en­brant
4
Unni Lindell
5
Arn­ald­ur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert úthaldsgóður og það kemur sér vel núna þegar þú ert beðinn um að taka að þér hin ýmsu verkefni. Kannaðu hvort gömul tækifæri standi enn opin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Sofie Sar­en­brant
4
Unni Lindell
5
Arn­ald­ur Indriðason