„Versti matur sem ég hef smakkað“

Súr matur heillar ekki alla.
Súr matur heillar ekki alla. mbl.is

Dálkahöfundur Huffington Post segir farir sínar af hákarlaáti á Íslandi ekki sléttar. Hann segir „víkingasælgætið“ versta mat sem hann hefur smakkað.

Richard Wiese skrifar í pistli sínum að hann vilji alltaf prófa mat þeirra landa sem hann heimsæki og það hafi hann gert í heimsókn sinni til Íslands.

Honum hafi verið boðið „víkingasælgæti“ sem hann komst svo að að væri rotnaður hákarl. Hann tók engu að síður smábita og gleypti hann. Íslendingurinn sem bauð honum bitann var ekki sáttur við þetta og sagði að hann yrði að tyggja bitann. Wiese tók því annan bita og tuggði vel og rækilega.

„Ég er enginn matargagnrýnandi en ímyndaðu þér að borða innihaldið úr beituboxinu þínu eftir að það hefur staðið í sólinni í marga daga. Þannig bragðaðist þetta,“ skrifar hann og heldur áfram: „Undir venjulegum kringumstæðum væri ég kurteis, myndi ekki vilja móðga heimamenn. En ég horfði beint í augun á Íslendingnum og sagði: Þetta er sá allra versti matur sem ég hef smakkað.“ Ég átti í erfiðleikum með að æla ekki.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan