Ástarlásarnir fá blessun stjórnvalda

Enginn veit hver byrjaði á því að hengja lása með nöfnum elskenda á brýr í rómantískustu borgum heims. Lásarnir sem áður voru þyrnir í augum borgaryfirvalda í París hafa nú fengið blessun þeirra.

Í mörg ár hafa elskendur á ferðalögum hengt lásana á brýr, hlið og aðra hluti í almannarými. Þessi sérstaka hefð er mjög áberandi á brúm yfir ána Signu í París og segir sagan að borgaryfirvöld hafi þurft að fjarlægja þúsundir þeirra til að brýrnar skemmdust ekki.

En nú hafa borgaryfirvöld samþykkt að lásarnir megi vera að sögn talsmanns borgarinnar. „Þetta er ekki vandamál í okkar augum.“

Ástarlásarnir eru taldir tákna von um eilífa ást og skuldbindingu elskenda og þó uppruni hefðarinnar sé óljós vilja margir meina að hann megi rekja til ítölsku skáldsögunnar Ho Voglia di Te (Ég vil þig) eftir Federico Moccia sem kom út árið 2006. Í bókinni festa elskendur lás sem nöfnin þeirra eru grafin í á ljósastaur í norðurhluta Rómarborgar. Að því loknu hentu þau lyklinum í Tíber-ána.

Í raunveruleikanum henda flestir lyklinum af ástarlásunum í Signu eða aðrar ár, en sumir geyma lykilinn sem minjagrip, m.a. fyrir börn sín.

Verulega fór að bera á ástarlásunum fyrir um fjórum árum og voru yfirvöld í París alls ekki ánægð með þetta uppátæki gesta sinna. Þau reyndu ýmsar lausnir, m.a. að setja upp járntré í námunda við brýrnar og vonuðu að fólk myndi hengja lásana á þau. En allt kom fyrir ekki.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka