Drukknaði í brúðarmyndatökunni

AFP

Kanadísk kona drukknaði er verið var að taka brúðarmyndir af henni í almenningsgarði í Quebec. Konan stóð út í vatni og er kjóllinn blotnaði þyngdist hann og dró hana undir yfirborðið með þessum afleiðingum.

Maria Pantazopoulos, 30 ára, er talin hafa verið að framkvæma það sem kallað er „eyðileggðu kjólinn“, sérkennilegt tískufyrirbrigði sem felur í sér að nýgiftar konur eyðileggja brúðarkjóla sína, að því er fram kemur í kanadískum fjölmiðlum.

Ljósmyndarinn Louis Pagakis, segist hafa reynt að bjarga konunni er hann sá í hvað stefndi. „Hún var í brúðarkjólnum og sagði mér að taka nokkrar myndir af sér að synda um í vatninu,“ segir hann í viðtali við CTV-fréttastofuna.

„Hún fór út í vatnið og kjóllinn varð þungur af vatninu. Ég reyndi allt hvað ég gat til að bjarga henni. Ég stökk út í vatnið og öskraði og æpti. Við reyndum okkar besta.“

Lík  konunnar fannst nokkrum klukkustundum síðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar