Var Jesús giftur?

Fornt bréfsnifsi þykir renna stoðum undir þá kenningu að frelsarinn sjálfur, Jesús Kristur, hafi verið giftur. Þetta er niðurstaða sérfræðinga í kristnifræðum.

Karen King, prófessor við Harvard-háskóla afhjúpaði bréfið, sem er frá 4. öld, á ráðstefnu í Róm.

Segir King að sérfræðingar hafi m.a. lesið af bréfinu setninguna: „Jesús sagði við þá, eiginkona mín“. Talið er mögulegt að þarna sé átt við Maríu Magdalenu.

Hingað til hefur því verið haldið fram í sögubókum að Jesús hafi verið ókvæntur en það hefur þó verið umdeilt.

King segir að þessar nýju upplýsingar gætu orðið til þess að umræða skapaðist innan kirkjunnar um skírlífi og hlutverk kvenna í kristninni, segir í frétt BBC.

En einhverjir efast um kenningu Harvard-sérfræðinganna.

Jim West, prófessor og prestur í Tennessee, segir að „orð á pappírssnifsi sanni ekki neitt.“  

King segir að skjalið umdeilda sé ritað með fornegypsku letri og sé fyrsta handritið sem finnist þar sem talað sé um eiginkonu Krists. Hún segir skjalið afrit af eldra skjali, líklega frá 1. öld.

Enn á eftir að rannsaka pappírinn frekar en King og félagar hennar í Harvard eru sannfærð um að skjalið sé ekta.

Hún segir hins vegar að skjalið sanni ekki að Jesús hafi verið kvæntur. Hins vegar sanni það að fólk á 2. öld hafi haldið hann hafi átt eiginkonu.

Var Jesús giftur?
Var Jesús giftur? AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir