Biðst vægðar vegna offitu

Reuters

Fangi á dauðadeild í fangelsi í Ohioríki í Bandaríkjunum hefur farið fram á það við dómstóla að honum verði hlíft við aftöku vegna offitu. Segir hann eitursprautu munu taka tíma að virka vegna líkamsfitunnar og hafa í för með sér afar kvalafullan dauðdaga.

Hinn 53 ára gamli Ronald Post var dæmdur til dauða fyrir morð á hótelstarfsmanni í vopnuðu ráni. Hann hefur beðið í 28 ár á dauðadeildinni en ráðgert er að Post verði tekinn af lífi 16. janúar næstkomandi.

Post er engin smásmíði en hann vegur 220 kíló. Íbeiðni til dómstóla segja lögmenn hans verulegar líkur á því að vegna heilsufars Post muni miklar líkamlegar og andlegar kvalir  leiða af tilraunum til að sprauta hann með eitri. Slík aftaka myndi ekki líða fljótt hjá, heldur dragast á langinn og verða þjáningarmikil.

Lögmenn Post segja að svæfingalæknir hafi metið það svo, að viðteknar venjur við aftöku fanga með eitursprautu í Ohio muni ekki virka á hann sem aðra. Ef sprautan dygði yfir höfuð til að deyða hann gæti dauðastríð hans tekið allt að 16 stundir.

Í Ohio eru fangar líflátnir einvörðungu með eitursprautu, með einföldum skammti af lyfinu pentobarbital. Upp á aðrar aftökuaðferðir er ekki boðið í ríki þessu.

Auk þessa hafa lögmenn Post efasemdir um að dauðabekkurinn sem aftakan fer fram á þoli líkamsþyngd fangans. Hann hefur reynt að grennast með líkamsæfingum en liðamótaverkir hafa hamlað því. Þá hafa líkamsræktartæki viljað brotna undan þunga hans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir