Hélt að blindrastafur væri sverð

Taser-byssa.
Taser-byssa.

Lögreglumaður sætir nú rannsókn fyrir að hafa skotið úr rafbyssu á blindan mann. Lögreglumaðurinn hélt að blindrastafur mannsins væri Samurai-sverð.

Lögreglumaðurinn skaut Colin Farmer, 61 árs, í bakið með rafbyssunni. Hann var svo handjárnaður. Farmer var á leið á krána að hitta vini sína er atvikið átti sér stað.

Lögreglan hafði fyrr um daginn fengið tilkynningu um mann á svæðinu sem væri  vopnaður sverði. Lögreglumaður kom stuttu síðar auga á Farmer á göngu um götu með blindrastaf í hendi. Lögreglumaðurinn ályktaði þegar í stað að maðurinn væri að sveifla sverði.

Lögreglan í Lancashire, þar sem atvikið átti sér stað, hefur beðið Farmer afsökunar og hafið rannsókn á málinu. Farmer hefur kært málið.

„Þetta var eins og martröð,“ segir Farmer í samtali við Telegraph. „Ég vissi ekki að lögreglan væri þarna. Ég heyrði mann hrópa. Ég hélt að hann væri að hrópa á einhvern annan en mig.“ Hann botnar ekkert í því af hverju lögreglumaðurinn gekk ekki bara upp að sér. „Ég geng á hraða snigilsins.“

Farmer segist hafa haldið að fótboltabullur væru að ráðast á sig. Hann hafi allt í einu verið skotinn með rafbyssu í bakið og samstundis fallið til jarðar. Hann hafi hrópað að hann væri blindur. Lögreglumaðurinn hafi hins vegar haldið sínu striki og handjárnað hann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu hugfast að þarfir fólks eru mismunandi svo það sem er þér fyrir bestu þarf ekki að eiga við um aðra. Mundu að það er stundum í lagi að vera eigingjarn og hugsa fyrst um eigið skinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu hugfast að þarfir fólks eru mismunandi svo það sem er þér fyrir bestu þarf ekki að eiga við um aðra. Mundu að það er stundum í lagi að vera eigingjarn og hugsa fyrst um eigið skinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir