Karlmaður í Pennsylvaniu gæti þurft að dúsa næstu 25 árin í fangelsi fyrir að stela humri sem hann ætlaði svo að selja og kaupa sér eiturlyf fyrir peningana.
Yfirvöld segja að hinn 47 ára gamli Charles Shumanis III hefur ítrekað stolið humri og kjöti úr stórmörkuðum í Allentown. Lögreglan segir að Shumanis hafi stolið kjöti og humri tvisvar sinnum áður en upp komst er hann gekk út úr einni búðinni með humar fyrir 350 dali.
Dómari mælti með því að Shumanis færi í fangelsi þar sem hann gæti fengið meðferð við fíknivandamáli sínu.
Shumanis fékk þó ekki aðeins dóm fyrir að stela humri heldur einnig fyrir þjófnað á bíl og fleiri hlutum.