Afríkubúar eru hvattir til að taka höndum saman og gefa norskum börnum sem eru að fjósa í hel rafmagnsofna til að ylja sér við.
Þessi beiðni er þau ekki raunveruleg heldur boðskapur grínmyndbands sem hefur fengið mikið áhorf á YouTube á stuttum tíma.
Myndbandið er eftirlíking af söfnun heimbyggðarinnar fyrir Afríku árið 1985 er lagið We are the World eftir Michael Jackson og Lionel Richie var notað í mikilli auglýsinga- og tónleikaherferð.
Myndbandið nú er þó gert til að vekja athygli á þeim staðalímyndum sem fólk hefur um Afríku. Að baki því standa stúdentar og kennarar í Noregi.