Settu snekkju inn í fjölskyldugrafhýsið

Andlitsmyndir feðganna Kim Il-Sung og Kim Jong-Il sjást hér í …
Andlitsmyndir feðganna Kim Il-Sung og Kim Jong-Il sjást hér í Kumsusan grafhýsinu í Pjongjang. Þar munu þeir brátt hvíla hlið við hlið. AFP

Búið er að koma snekkju Kims Jong-Ils, fyrrverandi leiðtoga Norður-Kóreu, fyrir í grafhýsi fjölskyldunnar í höfuðborginni. Yfirvöld í landinu létu leggja járnbrautarteina til að koma snekkjunni á staðinn. Eitt ár verður brátt liðið frá dauða leiðtogans og er þess nú minnst í landinu.

Norðurkóresk stjórnvöld hafa komið fyrir ýmsum munum sem voru í eigu Kims í Kumsusan-grafhýsinu í höfuðborginni Pjongjang. Þar inni hvílir lík Kims Il-Sungs, föður Kims Jong-Ils. Líkið er vel varðveitt en það var smurt eftir andlátið.

Fréttaveitan Yonhap hefur eftir ónefndum embættismönnum í Suður-Kóreu að vinnu við að smyrja lík Kims Jong-Ils sé við það að ljúka og líkið verði svo lagt við hlið föður hans í grafhýsinu.

Til að koma snekkjunni í grafhýsið urðu menn fyrst að sigla henni frá hafnarborginni Wonsan, sem er í austurhluta landsins, um 1.500 sjómílur í kringum Kóreuskaga til hafnarborginnar Nampo, sem er í vesturhlutanum. Þaðan var hún dregin um 44 km til höfuðborgarinnar.

Það þurfti að taka niður rafmagnslínur, leggja járnbrautarteina tímabundið og rífa niður hluta af einum útvegg grafhýsisins til að koma snekkjunni inn í það.

Fréttir herma að norðurkóresk yfirvöld hafi lýst því yfir að landsmenn skuli syrgja hinn fallna þjóðarleiðtoga frá 1. til 20. desember nk. Kim Jong-Il lést 17. desember í fyrra af völdum hjartaáfalls. Sonur hans, Kim Jong-Un, tók í framhaldinu við stjórnartaumunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir