Tuttugu og þrjár fjörugar franskar mömmur fara óvenjulega leið til að fjármagna skólaferðalög barna sinna í vetur. Sitja þær fyrir á dagatali sem selt verður til styrktar ferðunum og er andrúmið á myndunum eins og á sjötta áratug nýliðinnar aldar.
Mæðurnar eru frá hafnarbænum Port-Louis við Lorient í Morbihansýslu á Bretaníuskaganum og segja bæði blöðin Ouest-France og Le Figaro, að með framtaki sínu hafi þær tekið foreldrastuðning á nýtt plan.
Því fylgir kostnaður fyrir foreldra að senda börnin í náms- og kynnisferðir á vegum skólanna. Ákváðu þeir að gefa út „lokkandi“ dagatal sveipað töfraljóma til að fjármagna þær.