Fáklæddar mömmur fjármagna skólaferðir

Ein móðirin á dagatalinu óvenjulega.
Ein móðirin á dagatalinu óvenjulega.

Tuttugu og þrjár fjörugar franskar mömmur fara óvenjulega leið til að fjármagna skólaferðalög barna sinna í vetur. Sitja þær fyrir á dagatali sem selt verður til styrktar ferðunum og er andrúmið á myndunum eins og á sjötta áratug nýliðinnar aldar.

Mæðurnar eru frá hafnarbænum Port-Louis við Lorient í Morbihansýslu á Bretaníuskaganum og segja bæði blöðin Ouest-France og Le Figaro, að með framtaki sínu hafi þær tekið foreldrastuðning á nýtt plan.

Því fylgir kostnaður fyrir foreldra að senda börnin í náms- og kynnisferðir á vegum skólanna. Ákváðu þeir að gefa út „lokkandi“ dagatal sveipað töfraljóma til að fjármagna þær. 

Mæðurnar sátu fyrir til að fjármagna ferðir barna sinna.
Mæðurnar sátu fyrir til að fjármagna ferðir barna sinna.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup