Skylt að sýna kurteisi

Gerard Plee bæjarstjóri í Lheraule.
Gerard Plee bæjarstjóri í Lheraule.

Bæj­ar­stjór­inn í smá­bæn­um Lher­aule í sýsl­unni Oise í Picar­dyhéraði í Frakklandi hef­ur fengið samþykkt­ar regl­ur sem skylda fólk að sýna af sér kurt­eisi í ráðhúsi bæj­ar­ins.

Ekki voru það stór­vægi­leg vanda­mál sem leiddu til þess að Ger­ard Plee bæj­ar­stjóri fékk regl­urn­ar sett­ar.  Hann kveðst á bæj­ar­stjóratíð sinni aðeins hafa fyr­ir­hitt einn dóna í ráðhús­inu um dag­ana. „En það var ein­um of mikið,“ seg­ir hann.

„Hefði ég ekki fengið regl­urn­ar samþykkt­ar hefði ég ekki getað haft nein betr­um­bæt­andi áhrif á fólk af þessu sauðahúsi,“ bæt­ir Plee við.

Á úti­vegg ráðhúss­ins er nú til­kynn­ing sem upp­lýs­ir gesti þess um kurt­eis­is­regl­urn­ar. Nefnt er sem dæmi, að noti menn ekki ávörp eins og góðan dag­inn, takk fyr­ir eða gjörið svo vel verði þeir beðnir sam­stund­is um að yf­ir­gefa bygg­ing­una.

Plee bæj­ar­stjóri seg­ir að íbú­arn­ir hafi tekið regl­un­um vel, þar hafi þær hvorki mætt gagn­rýni né verið fagnað sér­stak­lega. Málið hef­ur vakið mikla at­hygli í Frakklandi og hef­ur Plee vart haft und­an að veita fjöl­miðlum viðtöl. Er smá­bær­inn Lher­aule því á margra vör­um um þess­ar mund­ir. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Félagi eða náinn vinur kemur þér virkilega á óvart í dag. Hertu upp hugann og horfðu óhræddur fram á veginn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Col­leen Hoo­ver
3
Sofie Sar­en­brant
4
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
5
Tove Al­ster­dal
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Félagi eða náinn vinur kemur þér virkilega á óvart í dag. Hertu upp hugann og horfðu óhræddur fram á veginn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Col­leen Hoo­ver
3
Sofie Sar­en­brant
4
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
5
Tove Al­ster­dal