Hefðir eru heilagar um allan heim og borgin sem aldrei sefur, New York, er þar ekki undanskilin enda varla hægt að fagna áramótum án Waterford-kristalkúlunnar á Times Square.
Vinna við uppsetningu hennar er ekki fyrir lofthrædda enda hangir hún í töluverðri hæð yfir Times Square þannig að sem flestir geti notið þess að horfa á hana renna niður á nýtt ár.
Þessi hefð á sér langa sögu en íbúar New York hafa notið Waterford-kúlunnar síðan 1907 þegar þessum skemmtilega sið var komið á.