Vilja banna berun brjósta

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. AFP

Þingmenn á ríkisþingi Norður-Karólínuríkis í Bandaríkjunum hafa lagt fram frumvarp þess efnis að konum verði bannað að bera brjóst sín á almannafæri. Þá benda þingmennirnir þeim konum sem hafa áhyggjur af því að þeim verði refsað fyrir að sýna of mikið hold að nota mastapjötlur eða jafnvel einangrunarlímband til að hylja brjóst sín.

Ef frumvarpið verður að lögum verður berun kynfæra, þ.á m. berun kvenkyns geirvartna og/eða svæðisins þar í kring, skilgreind sem alvarlegur glæpur af H-flokki í ríkinu.

Að sögn Rayne Brown, þingmanns Repúblikanaflokksins á ríkisþinginu og eins af flutningsmönnum frumvarpsins, er um alvarlegt mál að ræða þó svo að einhverjum gæti þótt efni frumvarpsins léttúðugt eða jafnvel fyndið. „Fyrir samfélögun í þessu ríki, sveitarstjórnum út um allt ríkið sem og svæðisbundnar lögreglustofnanir er þetta alls ekkert gamanmál,“ sagði Brown í viðtali við sjónvarpsstöðina WRAL í Raleigh-borg í Norður-Karólínu.

Þá benti Brown á að ein af ástæðum þess að hún legði fram frumvarpið væri sú að hópur berbrjósta kvenna efndi til mótmæla í borginni Asheville í Norður-Karólínu í ágústmánuði á síðasta ári. Var þetta annað árið í röð sem slík mótmæli eru haldin í borginni en tilgangur þeirra er að breiða út boðskap um jafnrétti kynjanna.

Samkvæmt frumvarpinu geta þær konur sem brjóta gegn banninu átt von á allt að sex mánaða fangelsisvist ef um ásetningsbrot er að ræða en þrjátíu daga fangelsisvist í fyrir smávægilegri brot. Þá gerir frumvarpið ráð fyrir því að brjóstagjöf sé undanþegin banninu.

Nánar má lesa um málið á bandaríska vefmiðlinum Huffington Post.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup