Bjó til byssu úr vínarbrauði og sagði „bang“

Drengurinn var að borða vínarbrauð þegar honum datt í hug …
Drengurinn var að borða vínarbrauð þegar honum datt í hug að bíta það þannig til að úr því yrði eins konar byssa. mbl.is/Ásdís

Sjö ára dreng í Washington DC í Bandaríkjunum hefur verið vikið úr skóla fyrir að búa til byssu úr vínarbrauði og segja „bang, bang“.

Drengurinn var að borða morgunmat í skólanum sínum. Hann var að borða vínarbrauðið og datt í hug að búa til eitthvað úr brauðinu á meðan hann var að bíta í það. William Welch, faðir drengsins, segir að í fyrstu hafi brauðið litið út eins og fjall, en síðan hafi drengnum dottið í hug að það liti frekar út eins og byssa. Hann hefði því tekið vínarbrauðið og beint því upp í loft og sagt „bang, bang“.

Drengnum var í framhaldi af þessu atviki vísað úr skóla og birt var á heimasíðu skólans frétt þar sem segir að nemandi í skólanum hafi búið til óviðeigandi hlut úr mat sínum og þar með valdið truflun í bekknum. Þó að engar hótanir hafi verið bornar fram sé mikilvægt að foreldrar hugi vel að börnum sínum sem hafi fundið til ótta.

Welch telur að skólinn hafi gert allt of mikið úr þessu máli. Sonur sinn sé ekki hættulegur þó hann hafi búið til byssu úr vínarbrauðinu. Það sé ekki gaman fyrir lítinn dreng að fá þann vitnisburð að hann sé varasamur bara vegna þess að hann hafi verið að leika sér. Hann telur líka fráleitt að börnum sé vikið úr skóla fyrir að leika sér.

Í Wasington Post segir að nokkur svona mál hafi komið upp á síðustu vikum í kjölfar skotárásar í Sandy Hook-skólanum á síðasta ári þar sem tuttugu 6-7 ára börn voru myrt. Tveimur börnum hafi í vetur verið vikið úr skóla fyrir að búa til byssu úr fingrunum. Tíu ára drengur var handtekinn í vetur fyrir að sýna bekkjarsystkinum sínum leikfangabyssu og 5 ára stúlku hafi verið vikið úr skóla fyrir að tala um að skjóta tyggjókúlu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir