Stjórnvöld í Tehran, höfuðborg Írans, hafa brugðið á það ráð að fá leyniskyttur til liðs við sig í baráttunni gegn rottum í borginni, en rottufaraldur þar hefur verið vandamál í áraraðir. Rotturnar eru ekki af hefðbundinni stærð heldur því sumar þeirra eru stærri en kettir.
Vandamálið eykst ávallt á vorin þegar rotturnar fara á stjá og þó svo leyniskyttur hafi að undanförnu drepið meira en 2.000 rottur er það að eins dropi í hafið. Talið er að rotturnar séu mun fleiri en íbúar Tehran en þeir eru um tólf milljónir.