Kirkjan er eins og kjúklingur

Það verður að segjast eins og er að kirkjunni svipar …
Það verður að segjast eins og er að kirkjunni svipar ansi mikið til kjúklings - kjúklings með viðhorf.

Þegar fréttir bárust af því í fyrra að hús í Swansea væri líkt Hitler í útliti efuðust margir um sannleiksgildið í þeirri samlíkingu þangað til þeir sáu ljósmyndir af húsinu. Í framhaldinu bárust fregnir af köttum og jafnvel gullfiskum sem voru taldir svipa til „foringjans“.

Hugmyndin um að kirkja kunni að líkjast kjúklingi er því kannski ekki svo fjarri því sem fólk getur ímyndað sér. Fréttir af þessu þóttu þó með ólíkindum allt þangað til ljósmyndari sýndu fram á svipbrigðin, sem leyna sér ekki. Kirkjan, sem oft er kölluð „kirkjan við sjóinn“ er við Madera-strönd í Tampa í Flórída og hún er ekki einvörðungu lík kjúklingi frá ákveðnu sjónarhorni - heldur kjúklingi með viðhorf.

Kirkjan er byggð árið 1944 og frægð hennar og samlíking við kjúkling er frekar ný á nálinni. Safnaðarmeðlimir líta margir á þetta sem tækifæri og aðdráttarafl. Ekki eru þó allir sáttir við að viðurnefnið „Kjúklingakirkjan“ festist í sessi.

Svona óviljandi samlíkingar eru oft skemmtilegar í gráum hversdagsleikanum í stórborgum heimsins. Þetta er svona álíka skemmtilegt fyrir marga og kjúklinganaggar sem minna á risaeðlur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir