Yfirvöld í Kaliforníu í Bandaríkjunum leita nú að nýju heimili fyrir 36 smáhunda af chihuahua-kyni sem teknir voru af tveimur heimilum sökum vanrækslu.
Dýraskýli sem hefur nú hundana hjá sér segja að 11 smáhundar þar á meðal sex hvolpar, hafi verið teknir úr íbúð á mánudag. 25 hundar til viðbótar, þar af 10 hvolpar, fundust á heimili skyldmennis þess sem átti íbúðina skömmu síðar.
Nú leitar dýraskýlið að varanlegum nýjum heimilum fyrir hundana.
Yfirvöld segja að eigandi hundanna hafi leyft þeim að fjölga sér að vild og að ekki hafi verið fylgst nægilega með þeim.