Rann í fjallaklifri og tók það upp

Breski fjallgöngumaðurinn Mark Roberts rennur niður fjallshlíðina.
Breski fjallgöngumaðurinn Mark Roberts rennur niður fjallshlíðina. mbl.is

Breskur karlmaður á fimmtugsaldri lenti í því nýverið þegar hann var að við fjallaklifur í Snowdonia-héraði í Wales að missa fótana þegar snjóköggull féll á hann frá öðrum fjallgöngumanni sem var fyrir ofan hann. Hann rann í kjölfarið niður frosna fjallshlíðina um 30 metra leið þar til honum tókst að stöðva sig.

Maðurinn, Mark Roberts, var með myndavél á öryggishjálmi sínum þegar óhappið varð og náði því fyrir vikið öllu á myndband. Óhætt er að segja að hann hafi sloppið með skrekkinn en fyrir utan skrámur og marbletti varð hann aðeins fyrir ökklabroti. Hálftíma eftir að óhappið hafði átt sér stað var hann fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar með björgunarþyrlu frá breska flughernum.

Roberts segir í samtali við fréttavef Daily Telegraph að hann hafi ekki farið á taugum þegar hann hafi runnið af stað heldur eibeitt sér að því að reyna að verja höfuð sitt og háls fyrir utan að reyna að stöðva sig. Honum hafi sem betur fer tekist að hægja á sér og síðan stöðva sig að lokum.

Haft er eftir björgunarsveitarmanninum Phil Benbow að búast hefði mátt við mun alvarlegri meiðslum miðað við hversu langa vegalengd Roberts hefði runnið. Hann hafi hins vegar verið vel útbúinn til fjallaklifurs og líklega hefði öryggishálmurinn átt sinn þátt í því að bjarga lífi hans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir