Beið í 28 ár eftir íbúð

Frá Stokkhólmi
Frá Stokkhólmi Wikipedia

68 ára gömul sænsk kona hefur loksins fengið draumaíbúðina í sínar hendur eftir 28 ára bið. Íbúðin er við Strandvägen sem er ein eftirsóttasta gatan í miðborg Stokkhólms. Telja sérfræðingar að slík bið geti orðið raunin hjá mörgum á næstu árum.

Gatan er eftirsótt meðal þeirra efnameiri en konan sem Dagens Nyheter fjallar um, mun greiða 9.320 sænskar krónur, tæplega 180 þúsund krónur í leigu fyrir íbúðina sem er skammt frá Djurgården. Konan var 36 ára gömul þegar hún sótti um íbúð á þessum eftirsótta stað, samkvæmt fréttinni.

Sérfræðingar á fasteignamarkaði sem The Local ræddi við sögðu að ekki væri óalgengt að bíða þyrfti eftir góðri íbúð til leigu í nokkur ár en 28 ár sé ansi langur tími. En ef þú sækist eftir íbúð við Strandveg verður þú að bíða þolinmóður. Málið sé einfalt, það er ekki nóg af íbúðum á þessu svæði.
 
Fyrir útlendinga sem vilja koma til Svíþjóðar og leigja íbúð geti oft verið vænlegt að leigja íbúð af öðrum leigjanda. Nú eða vera tilbúinn til að greiða háar fjárhæðir í leigu.

Yfir 400 þúsund manns eru nú á biðlista eftir húsnæði í Stokkhólmi og hafa aldrei verið fleiri. Frá ársbyrjun hafa 15 þúsund bæst á listann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar