Vel tekið á móti Chavez á himnum

Hugo Chavez, fyrrverandi forseta Venesúela, sem lést 5. mars síðastliðinn ætti ekki að leiðast í himnaríki, ef marka má nýja teiknimynd sem fer nú sem eldur um sinu um netheima, ekki síst milli manna í Suður-Ameríku. Af henni að dæma var vel tekið á móti leiðtoganum heitna.

Meðal þeirra sem tóku á móti Chavez við komuna til himnaríkis voru aðrir mikilsmetnir leiðtogar í Suður-Ameríku, s.s. Simón Bolivar og Ché Guevara. 

Chavez sem var 58 ára var lagður inn á sjúkrahús 18. febrúar síðastliðinn til að halda áfram geislameðferð eftir tveggja mánaða krabbameinsmeðferð á Kúbu, þar sem hann gekkst í desember undir fjórðu aðgerðina síðan í júní 2011. Heilsu hans hrakaði mikið í byrjun mánaðar og tilkynnti Nicolas Maduro, varaforseti landsins, um andlát hans 5. marsl. 

Forsetakosningar fara fram í landinu eftir rúmar tvær vikur. Kosningabaráttan hefst formlega 2. apríl næstkomandi og kosningarnar fara fram tólf dögum síðar. Samkvæmt skoðanakönnunum nýtur Maduro mikils fylgis.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leyfðu öðrum að njóta kunnáttu þinnar en varastu allt oflæti, því fyrr en varir ert þú sá sem lærir af öðrum. Ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að sanna þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leyfðu öðrum að njóta kunnáttu þinnar en varastu allt oflæti, því fyrr en varir ert þú sá sem lærir af öðrum. Ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að sanna þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach