Vel tekið á móti Chavez á himnum

00:00
00:00

Hugo Chavez, fyrr­ver­andi for­seta Venesúela, sem lést 5. mars síðastliðinn ætti ekki að leiðast í himna­ríki, ef marka má nýja teikni­mynd sem fer nú sem eld­ur um sinu um net­heima, ekki síst milli manna í Suður-Am­er­íku. Af henni að dæma var vel tekið á móti leiðtog­an­um heitna.

Meðal þeirra sem tóku á móti Chavez við kom­una til himna­rík­is voru aðrir mik­ils­metn­ir leiðtog­ar í Suður-Am­er­íku, s.s. Si­món Boli­v­ar og Ché Gu­evara. 

Chavez sem var 58 ára var lagður inn á sjúkra­hús 18. fe­brú­ar síðastliðinn til að halda áfram geislameðferð eft­ir tveggja mánaða krabba­meinsmeðferð á Kúbu, þar sem hann gekkst í des­em­ber und­ir fjórðu aðgerðina síðan í júní 2011. Heilsu hans hrakaði mikið í byrj­un mánaðar og til­kynnti Nicolas Maduro, vara­for­seti lands­ins, um and­lát hans 5. marsl. 

For­seta­kosn­ing­ar fara fram í land­inu eft­ir rúm­ar tvær vik­ur. Kosn­inga­bar­átt­an hefst form­lega 2. apríl næst­kom­andi og kosn­ing­arn­ar fara fram tólf dög­um síðar. Sam­kvæmt skoðana­könn­un­um nýt­ur Maduro mik­ils fylg­is.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Einhverja óvænta gesti ber að garði og í þeim hópi er maður sem mun reynast vinur ef þið ræktið sambandið. Vertu raunsær og varastu að láta óskhyggjuna taka öll völd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Einhverja óvænta gesti ber að garði og í þeim hópi er maður sem mun reynast vinur ef þið ræktið sambandið. Vertu raunsær og varastu að láta óskhyggjuna taka öll völd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell