Sagðist vera Vladimír Pútín

Þetta er ökuskírteinið sem maðurinn framvísaði.
Þetta er ökuskírteinið sem maðurinn framvísaði.

Maður hefur verið handtekinn í Þýskalandi eftir að hann framvísaði fölsuðu ökuskírteini þegar lestarvörður óskaði eftir að hann sýndi skilríki. Maðurinn sagðist heita Vladimír Pútín!

Lestin var á leið frá Salzburg til München. Lestarvörðurinn var að sinna eftirlitsstörfum þegar hann stöðvaði 27 ára gamlan mann og bað hann um skilríki. Lestarvörðurinn sá strax að eitthvað var bogið við ökuskírteinið því að á því stóð nafnið Vladimír Pútín og á því var mynd af forseta Rússlands.

Ökuskírteinið var gefið út í Litháen. Þarlend yfirvöld könnuðust ekki við að hafa gefið úr ökuskírteini fyrir Vladimír Pútín.

Í ljós kom að maðurinn sem hafði sýnt skírteinið heitir raunverulega Lucas Baier. Hann er fæddur í Þýskalandi, en er ættaður frá Litháen og talar rússnesku. Hann gaf þá skýringu á málinu að vinur sinni hefði sagt að hann væri talsvert líkur Pútín og hann hefði því ákveðið að búa til ökuskírteini með hans nafni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar