Leyfði 9 ára barni að aka Ferrari

Drengurinn er á bak við stýrið í þessari Ferrari bifreið. …
Drengurinn er á bak við stýrið í þessari Ferrari bifreið. Úr myndskeiðinu sem faðir drengsins tók og birti á YouTube.

Indverskur kaupsýslumaður hefur verið handtekinn fyrir að leyfa níu ára gömlum syni sínum að aka sportbíl. Faðirinn tók atvikið upp og setti myndskeiðið á YouTube.

Lögreglan á Indlandi segir að Mohammed Nisham, sem er búsettur í Kerala-ríki í suðurhluta landsins, hafi birt 88 sekúndna langt myndskeið á síðunni þar sem drengurinn sést aka sportbifreið af gerðinni Ferrari F430. Fimm ára gamall bróðir drengsins sést jafnframt sitja í farþegasætinu.

Lögreglumaðurinn Biju Kumar segir að tölvudeild lögreglunnar hafi gert mönnum viðvart og var Nisham handtekinn og yfirheyrður í tengslum við málið. Hann viðurkenndi að hafa hvatt son sinn til að aka bifreiðinni, en atvikið átti sér stað 6. apríl sl. í Peramangalam.

Faðirinn hefur verið ákærður fyrir athæfið.

Árið 2011 létust 131.834 í umferðarslysum á Indlandi, að því er fram kemur í opinberum gögnum.

Myndskeiðið má sjá hér

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir