Klippti fötin utan af sofandi konum

Frá Tókýó höfuðborg Japan.
Frá Tókýó höfuðborg Japan. AFP

Karlmaður í Japan hefur verið handtekinn og sakaður um að laumast inn í íbúðir kvenna og klippa utan af þeim fötin í svefni. 

Maðurinn, sem er 22 ára, er sakaður um að fara inn í íbúð í úthverfinu Saitama í Tókýó í síðasta mánuði og klippa fötin utan af konu sem þar bjó á meðan hún svaf, að því er fram kemur í dagblaðinu Saitama Shimbun.

Þá er hann sagður hafa leikið sama leik í annarri íbúð, þar sem hann klippti fötin utan af unglingsstúlku. Að auki stal hann lausafé að andvirði milli 10 og 15 þúsund króna í hvorri íbúð.

Lögreglan í Tókýó rannsakar að auki fimm sambærileg mál í sama hverfi. Ekki kemur fram hvort konurnar hafi orðið mannsins varar á meðan hann athafnaði sig.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar