Lögreglan í bænum Kings Mountain í Norður-Karólínu fylki í Bandaríkjunum hefur handtekið konu sem sökuð er um að hafa veist að annarri konu með eintaki af Biblíunni.
Líkamsárásin átti sér stað síðastliðinn laugardag en konan, sem heitir fullu nafni Evelyn Mills Moore, er sögð hafa ráðist gegn 57 ára gamalli konu og slegið hana ítrekað með lokuðum hnefa áður en hún sló hana í handlegginn með bókinni góðu. Fórnarlambið mun vera hruflaður á handleggnum, sem og andliti sínu og höfði. Þá er Moore jafnframt sökuð um að hafa slegið karlmann þetta sama kvöld með þeim afleiðingum að hann hlaut alvarleg meiðsli.
Nánar má lesa um málið á bandaríska vefmiðlinum Huffington Post.