Fjarlægðu 10 cm langan blýant úr höfði manns

mbl.is/Júlíus

Skurðlæknum við háskólasjúkrahúsið í Aachen í Þýskalandi hefur tekist að fjarlægja 10 cm langan blýant úr höfði afgansks karlmanns sem hafði lengi þjáðst af höfuðverk, nefrennsli og sjóntruflunum.

Afganinn, sem er 24 ára gamall, er sagður á batavegi. Blýanturinn hafði valdið skaða á afholi nefsins og hægri augntóft mannsins, að því er segir í frétt á vef breska ríkisútvarpsins.

Þegar maðurinn var spurður hvernig blýanturinn komst upp í nefið á honum, sagðist hann hafa dottið sem barn og fengið mjög miklar blóðnasir.

Prófessorinn Frank Hölzele, sem starfar við háskólann í Aachen, greindi frá atvikinu á læknaráðstefnu í Essen.

Blýanturinn fannst ekki fyrr en eftir ítarlega læknisskoðun en m.a. var tekin tölvusneiðmynd af manninum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir