Skurðlæknum við háskólasjúkrahúsið í Aachen í Þýskalandi hefur tekist að fjarlægja 10 cm langan blýant úr höfði afgansks karlmanns sem hafði lengi þjáðst af höfuðverk, nefrennsli og sjóntruflunum.
Afganinn, sem er 24 ára gamall, er sagður á batavegi. Blýanturinn hafði valdið skaða á afholi nefsins og hægri augntóft mannsins, að því er segir í frétt á vef breska ríkisútvarpsins.
Þegar maðurinn var spurður hvernig blýanturinn komst upp í nefið á honum, sagðist hann hafa dottið sem barn og fengið mjög miklar blóðnasir.
Prófessorinn Frank Hölzele, sem starfar við háskólann í Aachen, greindi frá atvikinu á læknaráðstefnu í Essen.
Blýanturinn fannst ekki fyrr en eftir ítarlega læknisskoðun en m.a. var tekin tölvusneiðmynd af manninum.