Bannað að láta sjást í brók

Þessi tíska er rakin til fanga í Bandaríkjunum en bann …
Þessi tíska er rakin til fanga í Bandaríkjunum en bann er við notkun belta í fangelsum þar í landi. Af vef Wikipedia

Bæj­ar­stjórn strand­bæj­ar í New Jers­ey ríki í Banda­ríkj­un­um, Wildwood, hef­ur ákveðið að banna fólki að ganga í bux­um með mjög lág­an buxn­a­streng á gang­stétt­um bæj­ar­ins.

Seg­ir bæj­ar­stjór­inn, Er­nest Troiano, að ferðamenn hafi ít­rekað kvartað yfir því að það sjá­ist of mikið bert hold eða nær­bræk­ur þegar fólk er klætt í slík­ar bux­ur. Sam­kvæmt nýrri reglu­gerð sem setja á verður kveðið á um að buxn­a­streng­ur­inn sé ekki meira en 7,6 sm fyr­ir neðan mjaðmir.

Sam­kvæmt frétt breska rík­is­út­varps­ins er Wildwood meðal fleiri smærri bæja í Banda­ríkj­un­um sem hef­ur skorið upp her­ör gegn lág­um buxn­a­strengj­um. En sam­kvæmt reglu­gerðinni verður bannað að vera ber að ofan og skó­laus á göngu um bæ­inn.

Troiano seg­ir að hann hafi fengið sím­töl frá góðum fjöl­skyld­um sem hafi heim­sótt bæ­inn í 20-40 ár en eru hætt­ar að koma þar sem þær vilji ekki bjóða af­kom­end­um sín­um eða öfum og ömm­um upp á að þurfa að horfa á ung­menni ganga um með rass­inn ber­an.

Viður­lög við brot­um á reglu­gerðinni verða 25-100 Banda­ríkja­dal­ir, 3-12 þúsund krón­ur, við fyrsta broti en ít­rekuð brot varða allt að 200 Banda­ríkja­dala sekt og 40 stunda sam­fé­lagsþjón­ustu.

Þegar hef­ur verið bannað að spranga um á sund­fatnaði á göngu­stíg­um Wilwoods.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Vertu viss um að þú njótir þess sem þú upplifir jafnóðum, í stað þess að vera með hugann við framtíðina. Ef maki þinn stendur ekki við skuldbindingar sínar, bjargar þú málunum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Lotta Lux­en­burg
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Vertu viss um að þú njótir þess sem þú upplifir jafnóðum, í stað þess að vera með hugann við framtíðina. Ef maki þinn stendur ekki við skuldbindingar sínar, bjargar þú málunum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Lotta Lux­en­burg
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir