Hipsterar vilja ritvélar

Gamlar og rykfallnar ritvélar eru heitasta heitt í Hollywood um þessar mundir. Nútímamaðurinn sem stöðugt er tengdur við umheiminn í gegnum síma og tölvu virðist þurfa á þessu afturhvarfi til fortíðar að halda til að geta einbeitt sér almennilega að ritstörfum.

Hvort sem það er til að skrifa kvikmyndahandrit eða hugleiðingar sem eru dýpri en snertiskjárinn nær.

Slegið og selt á 30 milljónir króna

Ritvélar eru líka farnar að seljast fyrir ótrúlegar upphæðir og eru dæmi um að þær séu slegnar á allt að 30 milljónir króna á uppboðum í Los Angeles. Það er þó kannski ekki svo skrýtið að þær séu taldar verðmætar, því ritvélar eru hvergi framleiddar lengur í heiminum í dag. 

Sumar ritvélanna sem fást hjá forngripasölum í Hollywood eiga sér mikla sögu sem söfnurum og grúskurum finnst gaman að dást að. Í einni slíkri verslun má t.d. finna ritvélina sem leikarinn, leikstjórinn og handritshöfundurinn Orson Welles notaði alltaf þegar hann fór til Parísar, og dvaldi þar á sama herberginu. Hver veit nema hann hafi skrifað handrit hinnar sígildu Citizen Kane á þá vél?

Rómantískar og fallegar

Ritvélaviðgerðamaðurinn Ermanno Marzorati segir að gamlar ritvélar séu orðnar svo vinsælar að hjá honum sé brjálað að gera næsta 6 mánuði hið minnsta. Hann segir að nútímasamskipti, á formi tölvupósts, sms-skilaboða og netspjalls, séu í margra huga orðin ansi ópersónuleg.

„Margir þeirra sem ég tala við virðast vilja leita aftur í ræturnar,“ segir hann. Einn menningarhópur öðrum fremur virðist sækja í þessar gamaldagsgræjur sem tölvurnar áttu að leysa alfarið af. Það eru hinir svo kölluðu hipsterar.

„[Ritvélar] koma manni í öðruvísi stemningu,“ segir ónefndur hipster í samtali við AFP. Snertingin við pappírinn og blekið er hipsterunum að skapi. „Þær eru rómantískar og fallegar.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú nýtur lífsins í dag og þér líður vel í félagsskap annarra. Láttu velgengnina bara ekki stíga þér til höfuðs.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Karin Härjegård
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú nýtur lífsins í dag og þér líður vel í félagsskap annarra. Láttu velgengnina bara ekki stíga þér til höfuðs.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Karin Härjegård