Efnahagsbrotadeild ítölsku lögreglunnar hefur handtekið mafíósa sem var eftirlýstur í tengslum við eiturlyfjasmygl. Fannst hann á náttfötunum þar sem hann faldist í leyniherbergi á kaffihúsi í borginni Torre del Greco.
Undanfarið hefur ítalska lögreglan verið með aðgerðir gegn mafíunni víða í landinu. Í Napólí fékk lögreglan upplýsingar um að hættulegur mafíósi, Adriano Manca, sem hefur verið á flótta undan réttvísinni síðan handtökuskipun var gefin út á hendur honum snemma í mánuðinum, væir í felum á bar í borginni Torre del Greco. Manca, sem er mjög háttsettur í mafíunni í Camorra, fannst í leyniherbergi á bak við barinn. Búið var að gera herbergið vistlegt, koma þar fyrir sjónvarpi og rúmi.