Má ekki heita Messías

Dómari í Tennessee ríki í Bandaríkjunum hefur fyrirskipað foreldrum til þess að breyta nafni sonar síns en drengurinn heitir Messiah eða Messías á íslensku.

Orðið Messías er titill og sá eini sem hefur unnið sér inn þann titil er Jesús Kristur, segir dómarinn Lu Ann Ballew í úrskurði sínum.

Foreldrar drengsins sem er sjö mánaða höfðu leitað til dómara þar sem þau gátu ekki komist að samkomulagi hvort hann ætti að bera nafn móður eða föður sem eftirnafn. Dómarinn úrskurðaði að drengurinn ætti að bera nafn beggja og um leið, foreldrunum til mikillar undrunar, að þau yrðu að breyta um nafn á piltinum. Lagði dómarinn til að hann yrði nefndur Martin, eða Marteinn á íslensku.

Móðirin,  Jaleesa Martin, hefur ákveðið að áfrýja úrskurðinum. Hún segir að þau hafi ekki nefnt drenginn Messías af trúarástæðum heldur hafi þau verið ánægð með hljómfall þess.

Ballew segir að þetta sé í fyrsta skipti sem hún fyrirskipar að nafni sé breytt en hún geri þetta fyrir drenginn. Nafngiftin Messías geti reynst honum erfið í ríki eins og Tennessee þar sem mjög margir íbúarnir eru kristnir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka