Ljónið sem fór að gelta

Það er gaman að skoða ljón. Þau eru hins vegar …
Það er gaman að skoða ljón. Þau eru hins vegar þekkt fyrir sín öskur - ekki fyrir að gelta. AFP

Upp komast svik um síður og það á við um forsvarsmenn dýragarðs í Kína. Þeir reyndu að blekkja gesti með því að halda því fram að loðinn hundur væri í raun afrískt ljón. Þegar ljónið fór að gelta runnu á menn tvær grímur.

Dýragarðurinn er í Alþýðugarðinum í Luohe, sem er í héraðinu Henan. Þar var ýmsum framandi dýrategundum skipt út fyrir mun algengari tegundir, að því er segir í ríkisfréttablaðinu Youth Daily í Peking.

Gestur, að nafni Liu, segir í samtali við blaðið að hann hafi viljað leyfa syni sínum að heyra mismunandi dýrahljóð. Óvenjuleg hljóð bárust hins vegar úr ljónabúrinu, eða hljóð sem menn tengja alla jafna ekki við ljón. Það fór ekki á milli mála að dýrið var að gelta.

Það kom í ljós að þarna var um tíbetskan mastiff hund að ræða, en hundarnir eru bæði stórir og loðnir.

„Dýragarðurinn svindlaði algjörlega á okkur,“ hefur blaðið eftir Liu sem greiddi 15 júan, sem jafngildir um 300 íslenskum kr., fyrir miðann sinn. 

„Þeir eru að reyna dulbúa hunda sem ljón,“ bætir hann við.

Við nánari athugun kom ennfremur í ljós að starfsmenn garðsins hefðu einnig gerst sekir um að staðsetja dýr í búrum sem tilheyra öðrum tegundum. 

Tvö nagdýr fundust t.d. snákabúrinu, hvítur refur þar sem hlébarði átti að á vera og annar hundur fannst í úlfagreni. 

Liu Suya, sem er einn af framkvæmdastjórum garðsins, segir að dýragarðurinn eigi vissulega ljón. Það hafi hins vegar verið flutt burt tímabundið í ræktunarmiðstöð. Umræddur hundur sé í eigu starfsmann garðsins, en í öryggisskyni var ákveðið geyma hann í búri ljónsins.

Margir kínverskir bloggarar hafa gert gys að forsvarsmönnum garðsins. Meðal annars sakað þá um metnaðarleysi; þeir ættu að minnsta kosti að hafa síberskan husky í búri úlfanna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samtal við einhvern þér eldri og vitrari, hugsanlega um heimspeki eða trúmál, getur orðið þér lærdómsríkt. Notaðu daginn til þess að sletta úr klaufunum, láta hugann reika og slappa af.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samtal við einhvern þér eldri og vitrari, hugsanlega um heimspeki eða trúmál, getur orðið þér lærdómsríkt. Notaðu daginn til þess að sletta úr klaufunum, láta hugann reika og slappa af.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir