Lögreglan í Bandaríkjunum hefur birt myndskeið sem sýnir starfsmann verslunar draga upp sveðju eftir að grímuklæddur maður gerði tilraun til að ræna verslunina með því að miða skammbyssu á starfsmanninn.
Atvikið átti sér stað á Long Island í New York-ríki. Í myndskeiðinu sést þegar starfsmaðurinn nær í sveðju, sem er undir afgreiðsluborðinu, og hrekur ræningjann út. Starfsmaðurinn sést svo hlaupa á eftir ræningjanum á bílastæðunum við verslunina.
Lögreglan birti myndskeiðið, sem eftirlitsmyndavélakerfi verslunarinnar tók upp, í gær, en ránstilraunin átti sér stað 25. september sl.