Mirror spyr um fljúgandi furðuhlut yfir Akureyri

Hér sést ljósið á himninum yfir Akureyri.
Hér sést ljósið á himninum yfir Akureyri. Skjáskot af Youtube

„Furðulegt myndskeið af fljúgandi furðuhlut að falla frá himni hefur verið sett á netið,“ segir í frétt á vef breska dagblaðsins The Mirror nú í morgun. Myndskeiðið er frá Akureyri og á því sést sterkt ljós skyndilega koma yfir fjöllin og að því er virðist lenda í bænum. Mirror segir hlutinn líkjast eldknetti.

Myndbandið hefur verið sett á YouTube fyrir nokkrum dögum. Það er 43 sekúndna langt.

Sá sem hlóð myndbandinu þangað segir sjálfur um fyrirbærið að þegar það lendi á jörðinni sjáist tveir blossar. Það sé mjög athyglisvert.

 Ábendingar berast reglulega til lögreglu og fleiri aðila um fljúgandi furðuhluti á himni sem undanfarin misseri er oft hægt að skýra með hinum vinsælu skýjaluktum. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan