Ísland vildi ekki sýna mynd af hafmeyju

Er þetta hafmey?
Er þetta hafmey?

Eru stjórnvöld á Íslandi að reyna að koma í veg fyrir að fjallað sé um myndskeið sem danskir vísindamenn náðu af hafmeyju úti fyrir strönd Grænlands? Þessu er haldið fram í „frétt“ á sjónvarpsstöðinni Animal Planet.

Í fréttinni er sagt frá leiðangri danskra vísindamanna við Grænland, en rannsókn þeirra tengdist fyrirhugaðri olíuleit við austurströnd Grænlands. Torsten Schmidt, sjávarlíffræðingur, var þar í kafbát 6. mars sl. þegar hann rakst óvænt á lífveru sem hann hafði ekki séð áður. „Ég vissi að ég var að horfa á andlit annarrar vitiborinnar veru, eins og okkar.“

Schmidt segir að þeir hafi ekki treyst sér til að greina íslenskum stjórnvöldum, sem stjórnuðu leiðangrinum, frá því sem þeir sáu af ótta við lögsókn. Þeir hafi því leitað til danskra yfirvalda. Í kjölfarið hafi grænlensk yfirvöld bannað frekari leit að olíu við Grænland.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan