Sænsk bíó gefa myndum jafnréttiseinkunn

Í Hungurleikunum eru fleiri en tvær, nafngreindar kvenpersónur sem tala …
Í Hungurleikunum eru fleiri en tvær, nafngreindar kvenpersónur sem tala saman um eitthvað annað en karlmenn. AFP

Fjögur kvikmyndahús í Svíþjóð hafa tekið sig saman um að innleiða Bechdel-prófið svo nefnda í kynningu nýrra mynda. Til að standast prófið þurfa bíómyndir einfaldlega að hafa minnst 2 nafngreindar kvenpersónur sem tala hvor við aðra um eitthvað annað en karlmann. 

Þegar málið er skoðað kemur mörgum á óvart hversu stór hluti kvikmynda fellur á þessu einfalda prófi. Má þar nefna margar vinsælustu myndir síðustu ára, s.s. Hringadróttinsþríleikinn eins og hann leggur sig, Stjörnustríðsmyndirnar, allar Harry Potter myndirnar nema ein, Avatar, The Social Network og fleiri, og fleiri. 

Konur sjaldan gerendur í kvikmyndum

Ellen Tejle, framkvæmdastjóri Bio Rio í Södermalm í Stokkhólmi segir að þessi nýlunda, að merkja hvort myndir standist prófið eða ekki, hafi opnað augu margra. Staðalímyndir um hlutverk kvenna í samfélaginu séu m.a. undir áhrifum frá þeirri staðreynd að sárasjaldan sjáist konur í hlutverki t.d. ofurhetju, prófessors eða persónu sem stendur uppi sem sigurvegari eftir spennandi áskoranir.

„Markmiðið er að sjá fleiri sögur af konum og frá sjónarhóli kvenna á hvíta tjaldinu,“ segir Telje. Þannig vonast hún til að kvikmyndaunnendur verði meðvitaðari um ímynd kvenna í í kvikmyndum. Hún tekur þó fram að Bechdel-prófið segi ekkert um gæði kvikmyndanna.

Sænska kvikmyndastofnunin (Svenska Filminstitutet) styður frumkvæði kvikmyndahúsanna. Fram kemur í umfjöllun breska blaðsins Guardian að fleiri hafi tekið við sér í kjölfarið, m.a. skandinavíska sjónvarpsstöðin Viasat Film sem ætlar nú að tilgreina, samhliða gagnrýni og stjörnugjöf, hvort kvikmyndir standist Bechdel-prófið.

Sunnudaginn 17. nóvember ætlar sjónvarpsstöðin svo aðeins að sýna nýlegar myndir sem standast prófið, og má þar nefna Hungurleikanna, Iron Lady og kvikmyndina Savages.

Sjá nánar á vef Guardian

Af 8 Harry Potter kvikmyndum er aðeins 1 sem stenst …
Af 8 Harry Potter kvikmyndum er aðeins 1 sem stenst Bechdel-prófið.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan