Banna körlum að pissa standandi

Það dregur úr líkum á því að karlar pissi út …
Það dregur úr líkum á því að karlar pissi út fyrir ef þeir setjast á salernið. mbl.is/ÞÖK

Fulltrúi vinstriflokksins í sveitarstjórn Sormlands í Svíþjóð hefur lagt fram tillögu um að karlmönnum verði bannað að pissa standandi. Hann vill að salerni á vegum sveitarfélagsins verði eingöngu miðað við að þeir sem þau noti pissi sitjandi.

Sænski vinstriflokkurinn er flokkur vinstrimanna og feminista. Stuðningsmenn tillögunnar segja að það sé þrifalegra fyrir karla að pissa sitjandi og salernin verði því hreinlegri fyrir þá sem nota þau. Með því að setjast á salernið sé búið að leysa vandamálið við að þvag sullist á gólfið eða á klósetið. Þá halda þeir því fram að með því að sitja tæmist þvagblaðran betur. Þeir sem sitji meðan þeir pissa fái því síður blöðruhálskrabbamein en þeir sem pissa standandi.

Viggo Hansen, sem lagði fram tillöguna, hafnar því að með tillögunni séu stjórnvöld að skipta sér að hlutum sem fólk gerir á klósetinu. Með tillögunni sé verið að gefa karlmönnum tækifæri til að ganga að hreinum salernum.

Það eru ekki bara Svíar sem eru að velta fyrir sér hvort karlmenn sitja eða standa þegar þeir pissa. Feministar í Þýskalandi, Hollandi og Frakklandi hafa einnig tekið upp baráttu fyrir því að karlmenn pissi sitjandi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar