Flugmönnum Flugmönnum vörflutningavélar af gerðinni Boeing 747 Dreamlifter, sem þeir lentu fyrir mistök á litlum flugvelli í Kansas í dag, tókst að hefja risaþotuna til flugs í kvöld þrátt fyrir að flugbrautin væri heldur stutt.
Vélin átti að lenda á McConnell-herflugvellinum sem er í Wichita. En vegna mistaka var henni lent á Colonel James Jabara-herflugvellinum sem er skammt frá.
Engan sakaði í lendingunni og þá varð ekkert eignatjón.
Menn höfðu áhyggjur af því að vélin gæti ekki hafið sig aftur til flugs á Jabara-vellinum því flugbrautin þar er um einum kílómetra styttri en flugbrautin á McConnel-vellinum.
Risaþotu lent á litlum flugvelli fyrir mistök