Selur meydóminn í annað sinn

Catarina Migliorini er 21 árs gömul kona frá Brasilíu.
Catarina Migliorini er 21 árs gömul kona frá Brasilíu.

21 göm­ul kona frá Bras­il­íu, sem seldi mey­dóm­inn á síðasta ári fyr­ir 780.000 doll­ara, ætl­ar að selja mey­dóm­inn aft­ur. Hún held­ur því fram að sá sem keypti aðgang að lík­ama henn­ar í fyrra hafi aldrei haft sam­ræði við hana og hún sé því enn hrein mey.

Á síðasta ári tók Cat­ar­ina Migli­or­ini þátt í upp­boði á net­inu og tók einnig þátt í gerð heim­ild­ar­mynd­ar­inn­ar „Virg­ins Wan­ted“sem Ástr­al­íumaður­inn Just­in Sisely gerði.

Jap­ansk­ur maður, Natsu, að nafni bauð best, en 14 aðrir menn lögðu einnig fram gild boð.

Í mynd­skeiði sem Migli­or­ini birti á vefn­um seg­ir hún: „Ég er enn hrein mey í öll­um skiln­ingi þess orðs og eng­inn get­ur sannað neitt annað.“

Migli­or­ini hef­ur opnað heimasíðu þar sem hún aug­lýs­ir mey­dóm sinn að nýju til sölu.

„Ég hef ákveðið að opna eig­in heimasíðu til að bjóða mey­dóm minn og í þetta skiptið verður þetta al­vöru. Þeir sem hafa áhuga, karl­ar eða kon­ur, geta lagt fram til­boð.“

Migli­or­ini seg­ir í sam­tali við bras­il­ísk­an fjöl­miðil að ekk­ert hefði orðið úr sam­band­inu við hinn jap­anska Natsu í fyrra.

„Ég hitti Natsu á veit­ingastað í Syd­ney. Hann var ekki 53 ára gam­all karl­maður eins og Just­in Sisely hafði sagt held­ur 21 árs gam­all Jap­ani. Ég varð undr­andi og það varð ekki til neinn samn­ing­ur á milli okk­ar,“ sagði Migli­or­ini og bæt­ir við að hún muni segja nán­ar frá því sem gerðist í bók sem sé vænt­an­leg.

Hún vill ekki svara því hvort ein­hverj­ar pen­inga­greiðslur fóru á milli henn­ar og Natsu.

Móðir Migli­or­ini skil­ur ekk­ert í þessu til­tæki dótt­ur sinn­ar. „Ég er ekki samþykk þessu, en ég hætti samt ekki að elska hana. En ég skil þetta ekki.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þú veist hvað þú vilt og þarft ekki annarra vitna við. Einbeittu þér málum heimilisins bæði innan veggja sem utan til að fækka áhyggjum framtíðarinnar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Lotta Lux­en­burg
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þú veist hvað þú vilt og þarft ekki annarra vitna við. Einbeittu þér málum heimilisins bæði innan veggja sem utan til að fækka áhyggjum framtíðarinnar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Lotta Lux­en­burg
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir