María mey þarf að vera með hjálm

Jólatré í London.
Jólatré í London. AFP

Bresk stúlka, sem mun fara með hlutverk Maríu meyjar í leikriti byggðu á jólaguðspjallinu, verður að vera með hjálm á höfðinu er hún fer á asna í skrúðgöngu í gegnum heimabæ sinn.

Libby Doorman er átta ára. Hún verður að vera með reiðhjálm undir höfuðfati sínu. Leikritið og skrúðgangan um bæinn er skipulögð af kirkju í bænum Neath í suðurhluta Wales.

Hjálmurinn er öryggisráðstöfun ef stúlkan skyldi detta af baki.

„Við verðum að taka tillit til þess að María mun fara á asna um þjóðveg,“ segir Mark Barrett sem tekur þátt í að skipuleggja skrúðgönguna. Gangan verður farin á laugardag.

„Ég veit að asninn fer ekki hratt yfir en okkur ber skylda til að vernda barnið“

Skrúðganga með persónum jólaguðspjallsins mun fara um bæinn og enda svo á torginu. Þar munu börnin, sem fara með hlutverk Maríu og Jósefs, banka á dyr og spyrja hvort hægt sé að fá gistingu - líkt og þau gerðu í Betlehem fyrir rúmum 2000 árum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitthvað sem einu sinni var fullnægjandi umbun virðast hreinir smámunir núna. Eyddu ekki tímanum í volæði heldur taktu til hendinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kathryn Hughes
4
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitthvað sem einu sinni var fullnægjandi umbun virðast hreinir smámunir núna. Eyddu ekki tímanum í volæði heldur taktu til hendinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kathryn Hughes
4
Torill Thorup